top of page
Writer's pictureAlina Vilhjalmsdottir

Heityrði og Heit bækur


Heityrði geta gert athöfnina ykkar mun persónulegri og ef þú ert ófeimin típa þá mæli ég alltaf með að þið skrifið ykkar eigin heityrði. Þau eru oftast lesin í athöfninni áður en hringarnir eru settir upp og gefa ykkur tækifæri til að segja eitthvað persónulegt til hvors annars. Eitthvað sem hefur kanski ekki verið sagt oft áður eða er gott að minna hvort annað á við og við. Það þarf ekki að vera loforð eða brandari, það getur verið hvað sem þú vilt að það sé, uppáhálds ljóðið þitt, texti úr lagi eða bara fáein orð til að tjá hversu mikið þið elskið hvort annað og langar að eyða æfinni saman. Það er gott að skrifa þetta allt niður svo ekkert gleymist og svo líka bara gaman að eiga þau til minnis eftir daginn en þar koma heit bækurnar inn. Ímyndaðu þér að í staðin fyrir að taka upp basic blað fullt af yfirstrikuðum villum og krotum, að sjá hann taka upp úr vasanum fallega littla bók bundna með silki borða og vel skrifuðum texta, er hann les elskuleg orð til þín, fyrir alla til að heyra..það er draumum líkast.



Hér eru helstu ráð mín ef þú vilt skrifa sín eigin brúðkaupsheit.


Ekki bíða þangað til á síðustu stundu.

Reyndu að skrifa heitin þín þremur vikum fyrir brúðkaupið þitt. Treystu mér þú mun gleyma að setjast niður til að gera þetta þangað til á seinustu stundu eða alltaf finna ástæðu til að hafa ekki tíma. Síðan á brúðkaupsdeginum þá fattaru að þú átt þetta eftir og situr með hálfkláraða greiðslu í náttsloppnum klukkutíma í athöfnina að reyna að detta eitthvað í hug sem er huglfjút og fallegt. Ekki gera það!

Gerðu lista yfir allar hugsanir þínar.

Skrifaðu niður allt það sem þér dettur í hug varðandi maka þinn, hjónabandið eða skemmtilegar minningar. Skoðaðu þessar nótur aftur seinna og finndu uppáhaldshlutina þína til að vera upphafspunktur fyrir heit þín eða vefðu þeim inn í það sem þér langar að segja.

Skrifaðu allt að þrjú drög.

Taktu nokkra daga – jafnvel viku – til að gefa þér og heitunum þínum smá tíma til að melta. Farðu til baka og lestu yfir þau allt að þrisvar sinnum, en reyndu að hætta þar. Stöðug endurritun hefur sínar eigin áskoranir og ekki gott að vera að ofhugsa þetta of mikið líka.

Ekki reyna að taka allt með.

Það er skiljanlegt að vilja tala um allt lífið ykkar og hvað þá ef þið eruð búin að vera saman lengin. En mundu bara að það vill engin hlusta á þig tala í klukkutíma um lífið ykkar og horfa á ykkur hlæja yfir einkabröndurum sem engin skilur. Auðvitað á þetta að vera ykkar á milli og ekki setja þá pressu að þú verðir að skemmta gestunum eða að tár verði að falla niður kinnar gesta þinna en mundu að velja bara það besta til að setja inn í heityrðin.


Forðastu orð eins og „alltaf“ og „aldrei“.

Hefð heityrða er að lofa að gera einhvað eða setja sér markmið til að lifa við í hjónabandinu en svona orðalag er nánast ómögulegt að lifa við. Hjónaband hefur sín skemmtilegu og erfiðu augnablik svo ekki lofa fullkomnun sem þú getur svo kanski ekki staðið við.



Ekki vera feimin við tilfinningasemi.

Þetta er ekki rétti tíminn til að hafa áhyggjur af því að vera væmin eða of persónulegur. Ef orðin koma frá hjartanu, þá eru þau ekki væmin! Bestu heityrðin eru heit sem eru persónuleg og sýna hver þið eruð sem par.


Fáðu innblástur af bókum, lögum, kvikmyndum og ljóðum.

Ef þú átt uppáhaldslínu úr kvikmynd eða lagi sem tjáir tilfinningar þínar skaltu nota hana sem upphafspunkt. Og ekki gleyma að kíkja í barnabækur eða fjölmiðla þar sem þeir hafa oft þann eiginleika á að miðla djúpum, flóknum tilfinningum í einföldum setningum. Það er góður staður til að byrja leitina og fá innblástur, sérstaklega ef að skrifmennska er ekki þín sterkasta hlið.


Æfðu þig í að lesa upphátt.

Eina leiðin til að tryggja að allt hljómi fullkomið er að heyra það. Að lesa heitin þín upphátt mun hjálpa þér að líða betur og gera þig tilbúin fyrir stóra daginn en líka heyra hvort að setningarnar passi og flæði vel. Reyndu að skrifa á mannamáli svo það sé auðvelt og persónulegt að lesa það upp og alls ekki reyna að nota eitthver fancy orð, þetta er ekki staður né stund til að reyna að heilla ömmu.


Búðu til nýtt afrit af heitunum þínum fyrir athöfnina.

Það er mikilvægt að hugsa um hvernig heitin munu líta út á stóra deginum þegar þú mun loksins draga þau fram. Endurskrifaðu eða endurprentaðu nýtt eintak, eða íhugaðu að lesa þau úr heitabókum en fagurfræðin skiptir líka máli og líka bara svo gaman að eiga þau til minnis og lesa kanski upp á 10 ára afmælinu.


Haltu heitunum leyndu fyrir maka þínum fram að athöfninni.

Heityrðin þín eru gjöf ykkar til hvers annars, svo ekki deila þeim fyrirfram. Það mun gera athöfnina enn áhrifameiri og tilfinningaríkari ef þú heyrir þau í fyrsta skipti þá.


Ég vona að þessi ráð hafa hjálpað ykkur smá en ef þið viljið vita meira eða fá að vita meira um heit bækur ekki hika við að hafa samband.


Myndir eftir:



Σχόλια


bottom of page