Hvaða viðburðar bréfsefni þarft þú að hafa?
- Alina Vilhjalmsdottir
- Oct 11, 2022
- 1 min read

Ég lendi oft í því að gleyma að gera ákveðið viðburðar bréfsefni eða hugsa eftir á að það hefði verið gott að hafa ákveðið bréfsefni sem ég bara gleymdi að nefna við brúðhjónin mín. Svo hér er listi af öllu því brefsefni sem þú getur haft á deginum þínum bæði fyrir mig og þig til að fara yfir. Ekkert á honum er endilega möst en það er alltaf gott að spá í aðstæður á deginum þínum hvort það sé nauðsinlegt. Eins og ef að athöfnin er með mörg atriði þá er gott að hafa dagskrá eða ef að athafnar svæðið er lang frá þá væri gott að hafa merkingar eða kort til að auðvelda gestum að finna staðinn.
Athöfn
Velkomin skilti
"Unplugged skilti" - skilti sem segir fólki að vera ekki að taka myndir á meðan athöfnin stendur yfir
Dagskrá
Cone fyrir rósablöð í kast
Merking fyrir kast eftir athöfn
Merking að athafnar stað
Textar að lögum sem sungin verða
Heit bækur
Skrautskrifað bréf til að gefa hvort öðru á deginum

Veisla
Velkomin skilti (hægt að endurnýta úr kirkju)
Sætaskipan - hægt að leika sér með þetta á allskonar hátt.
Dagskrá skilti
Barseðil skilti
Gestabóka skilti
Borðnúmer
Matseðlar
Sætamerkingar
Barseðill á borð
Hastagg skilti
Instagram leikur skilti
Photobooth skilti
Gefðu okkur heilræði skilti
Merkingar fyrir hlaðborð
Banner bakvið brúðhjón
Coaster
Áprentaðar sérvéttur
Kokteila pinnar í glös
Takk gjafir
Sérhannaðar smákökur
Merktar makkarónur
Quote úr uppáhalds lögum hér og þar
Myndir Styrmir og Heiðdís | Bettina Vass | Lisadigiglio
Comments