Hvenær á að panta og senda brúðkaupsboðskortin, það skiptir öllu máli að panta þau tímanlega og það er aldrei of snemmt að panta því þú getur alltaf sent þau seinna. Að skipuleggja brúðkaup getur verið mjög yfirþyrmandi þar sem maður er oftast að gera það í fyrsta sinn. Það getur verið stressandi að vita ekki hvað þarf að gera og hvenær! Þess vegna vildi ég deila með þér hvenær er best að senda og panta boðskortin. Þetta er mjög algeng spurning og margi senda boðskortin hreinlega bara allt of seint. Lestu áfram til að komast að því hvenær á að panta brúðkaupsboðskortin og hvenær er best að senda þau svo allir komist í brúðkaupið.
Eins fljótt og hægt er.
Strax eftir að þið eruð búin að festa dagsetninguna og bóka veislusal er kominn tími til að panta taktu daginn frá kort. Þú gætir líka beðið þangað til þú bókar ljósmyndarann og tekur trúlofunar myndir ef þú vilt að þær séu með í taktu daginn frá kortinu. Það er aldrei of snemmt að panta kort og flestir vinna bara með takmarkað magn af fólki á ári og þú vilt ekki að dagsetningin þín sé uppbókuð þegar þú ferð að panta kort frá drauma hönnuðinum þínum.
6-12 mánuði áður
Það er kominn tími til að senda taktu daginn frá kortin! Þetta er ansi stórt mengi vegna mismunandi lengdar trúlofunar. Til að vera alveg hreinskilin, því fyrr því betra svo að gestir geti gert ráðstafanir tímanlega. Þú vilt ekki að neitt af mikilvæga fólkinu í lífi þínu missi af stóra deginum þínum því það var búið að bóka ferð til tene. Þetta á einmitt sérstaklega við ef brúðkaupið á sér stað um hásumar því fólk á það til að bóka sumarfríið með góðum fyrirvara.
6 mánuðum áður
Pantaðu boðskortin! Af hverju tekur þetta langan tíma? Að hanna og skapa brúðkaupsboðskort er langt ferli og stundum geta verið margir aðilar sem koma að því, frá hönnun, prentun og kaup annar aukahluta sem óskað er eftir. Allt ferlið getur tekið 8-12 vikur þar sem við förum í gegnum margar yfirferðir til að gera allt fullkomið. Einnig tekur framleiðsla og flutningur tíma. Þetta á sérstaklega við ef þú pantar lúxusprentunaraðferðir eins og leturprent eða gyllingu. Bara það getur tekið 4 vikur og það getur verið ótrúlega leyðinlegt að þurfa að sleppa eitthverju sem þig hefur dreymt um bara því tíminn er naumur.
8 Vikum fyrir brúðkaupið
Þetta er besti tíminn til að senda út boðskortin þar sem það tekur fólk smá tíma að svara og þú þarft helst að vera kominn með gestafjöldan í hendurnar mánuði fyrir veisluna svo að allir sem koma að brúðkaupinu séu með á hreinu hversu marga stóla þarf og hversu mikinn mat á að panta. Ekki vanmeta það hversu fljótt svarið mun berast og vertu tilbúin að þurfa að hringja í nokkra. Þetta er líka tíminn til að byrja að spá í viðburðar bréfsefninu. Þú veist kanski ekki alveg hver kemur ennþá, en hönnunin getur samt verið í býgerð.
Ekki gleyma þakkarkortum!
Hægt er að panta þau hvenær sem er meðan á ferlinu stendur. Gott er að vera búin að fá þau í hendurnar áður en brúðkaupinu lýkur svo að þú getir sent þau stuttu eftir brúðkaupsdaginn. En ef þig langar að hafa mynd úr brúðaupinu á kortinu þá er ekkert mál að prenta þau eftir á. Ef þú ert innan þessa tímaramma fyrir brúðkaupsdaginn myndi mér þykja vænt um að spjalla! Skoðaðu heimasíðuna og sendu mér skilaboð. Þú getur lesið meira um sérsniðna ferlið hér. Hafðu samband við mig jafnvel þó þú sér svolítið yfir þennan tímaramma. Gæti verið að ég gæti komið þér fyrir. Þú getur líka íhugað aðsniðna hönnun. Aðsniðin hönnun er frábær fyrir brúðkaup sem eru 3 til 4 mánnuðum frá og hafa marga persónulega möguleika.
Comments