top of page
Writer's pictureAlina Vilhjalmsdottir

Vilt þú hanna þín eigin boðskort?



Á Instagram deildi ég með þér nokkrum algengum vandamálum sem fólk lendir í þegar það er að hanna sín eigin boðskort. Hér inná langaði mig að deila með þér nokkrum ráðum til að komast hjá þeim vandamálum og hanna bestu kortin sem þú getur gert fyrir stóra daginn þinn.


01. Settu bara mikilbægustu upplýsingarnar á boðskortið sjálft.

Algeng mistök sem ég sé oft er að fólk er að setja allt og mikið af upplýsingum á kortið sjalft. Það gerir það að verkum að kortið verður illa læsilegt og letrið þarf að vera svo smátt og illa sett upp að amma mun ekki sjá það. Ég mæli alltaf með því að setja bara dagsetninguna og tímann, staðsetninguna og nöfninn ykkar á kortið sjálft og auðvitað þér er boðið. Allt annað á að fara á aukakort eða svarkort.


Aukakort og svarkort eru minni kort sem fara í umslagið með boðskortinu og geta innihaldið upplýsingar um hvernig fólk á að svara og hvort það sé með ofnæmi eða hvaða mað það myndi vilja. Einnig er hægt að setja upplýsingar um hvaðan þið viljið gjafir eða hvort þið viljið bjóða börnunum með eða ekki. Ef þið ættlið að með brúðkaupsvefsiðu þá er þetta líka rétti staðurinn til að setja lénið á og segja fólki að fara á til að sjá meira info. Þessi kort þurf ekki að vera stór, en A6 er svona algeng stærð og svo er líka bara svo fallegt að vera með meira ein eitt kort í umslaginu.


02. Settu ást í umslagið

Það gleimist of að setja ást í umslagið og því miður er það oft eitthvað sem fáir spá í þar til allt og seint. Það er oftast ekkert merkilegt við umslagið, nöfn og heimilisföng skrifuð í flýti og engin frímerki að sjá. Ef þú ert ekki með fallega rithönd getur þú alltaf látið prenta á umslögin, en flestar prentstofur bjóða uppá þá þjónustu. Settu svo umslagafóðringu í umslagið með mynd af uppáhálds staðnum þínum eða fallegum blómum. Til að setja svo punktin yfir I-ið veldu falleg frímerki á https://stamps.postur.is/ eða finndu nokkur gömul frímerki úr frímerkjasafni Pabba þinns og notaður það í staðin, hvort sem þú ætlar þér að senda þau með pósti eða ekki. Þannig setur þú ást í umslagið, það fyrsta sem fólk sér og fær gleðifiðring yfir.



03. Veldu nokkur smáatriði til að taka kortið á næsta level

Það er hægt að gera svo miklu meira við boðskortið en bara kort og umslag, hér eru nokkrar hugmyndir.

  • Vefðu vellum pappír utan um umslagið og settu fallegan gull tvinna utan um.

  • Finndu fallegan flauel borða í lit sem þú elskar og vefðu honum utan um kortið.

  • Prentaðu fallega merkimiða og vefðu borða utan um kortið með nafni hvers gest fyrir extra persónulegt touch

  • Settu vax innsigli með stöfunum ykkar á umslagið svo allir viti strax frá hverjum það er

  • Gerðu gat efst á kortið og hengdu skúf á boðskortið.


04. Veldu liti og hönnun sem er perónuleg

Það er svo mikið af hönnunum til á netinu og það getur verið erfitt að velja, það sem mun gera kortið dýrmætt fyrir þér og gestum þínum í aldaraðir er að hönnuninn og kortið sér pérsónuleg fyrir þér. Hvað þýðir það? Það er að velja kort sem er t.d í lit sem þú elskar, ekki taka fjólublátt kort ef þú átt ekkert fólublátt, engin hefur séð þig snerta þann lit í 10 ár. Veldu kort og lit sem passar við þinn persónuleika, fílar þú sjóinn, svartan, skóginn? Pældu í þessum hlutum áður en þú velur svo þú sért ekki bara að velja það sem er töff núna, heldur eitthvað sem þú munt elska að eilífu og fólk mun sjá strax að sé frá þér.


05. Passaðu leturvalið

Þegar það kemur að því að velja letur er regla sem við hönnuðir förum alltaf eftir og það er að vera bara með max 2 letur sem passa saman. Það eru til margar tegundir af letri eins og serif, san serif og skautskrift og venjulega er gott að velja bara 1 letur úr hverjum flokk. Einnig þarf að passa sig að um leið og þú velur letur að nota alltaf sama letrið í öllu sem þú gerir. Sama letur á boðskortið, matseðilinn, sætamerkingarnar og svo framvegis.



Ég vona að þessi ráð hafa hjálpa þér og gangi þér súper vel að setja saman boðskort drauma þinna.

Ef þér finnst þetta farið að hljóma allt of mikið og þú hefur bara engan tíma í þetta þá getur þú líka alltaf verið í bandi og ég sé bara um allt þetta fyrir þig ;)


Hvað af þessum punktum kom þér mest á óvart? Ef þú ert með spurningar settu þær hér að neðan.



Comments


bottom of page